Hafragrauturinn nýtur vinsælda í Garði
Fátt er hollara en skál af hafragrauti og það vita foreldrar grunnskólabarna í Garði vel.
Áhugi foreldra var kannaður fyrir því að bjóða uppá hafragraut í byrjun skóladags við Gerðaskóla og voru 65% svara í þessari könnun jákvæð. Þetta kom fram á síðasta fundi skólanefndar Garðs.
Þar kom jafnframt ánægja með þetta framtak í skólanum. Ekki kemur fram hver áhugi nemenda er fyrir hafragrautsveislunni við upphaf skóladags.