Hafragrautur í boði alla morgna
- í grunnskólum Grindavíkur
Boðið verður upp á hafragraut í alla morgna í báðum skólum Grunnskóla Grindavíkur í allan vetur áður en skólastarf hefst. Boðið verður upp á grautinn frá kl. 07:30 til 08:00 og er hann nemendum að kostnaðarlausu.
Boðið er upp á hafragrautinn í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur.
Þær Katrín Þorsteinsdóttir og Þórunn Jóhannsdóttir sjá um að elda á Ásabrautinni og Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Didda) eldar í Hópsskóla.
Hafragrautur er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta eldsneyti sem maður getur fengið fyrir daginn.