Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Hafragrautur í boði alla morgna
Þriðjudagur 25. ágúst 2015 kl. 07:07

Hafragrautur í boði alla morgna

- í grunnskólum Grindavíkur

Boðið verður upp á hafragraut í alla morgna í báðum skólum Grunnskóla Grindavíkur í allan vetur áður en skólastarf hefst. Boðið verður upp á grautinn frá kl. 07:30 til 08:00 og er hann nemendum að kostnaðarlausu.

Boðið er upp á hafragrautinn í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur.

Þær Katrín Þorsteinsdóttir og Þórunn Jóhannsdóttir sjá um að elda á Ásabrautinni og Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Didda) eldar í Hópsskóla.
Hafragrautur er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta eldsneyti sem maður getur fengið fyrir daginn.
 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25