Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haförn á rjúpnaveiðum við Melaberg
Myndin er af Vísindavef Háskóla Íslands
Föstudagur 23. nóvember 2012 kl. 11:20

Haförn á rjúpnaveiðum við Melaberg

Haförn sást í gær á rjúpnaveiðum við Melaberg, nærri Hvalsnesi. Sást haförinn gera harða atlögu að hópi rjúpna. Þrátt fyrir glæsilegan vængjaburð, þá sáu rjúpurnar við erninum og komust undan, samkvæmt lýsingu á atburðinum sem Víkurfréttir fengu nú áðan.
Fyrr á þessu ári, í janúar, sást einnig til hafarnar við Hvalsnes þegar árlegur fuglatalningardagur átti sér stað.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024