Hafnir girtar í Reykjanesbæ
Unnið er að því að koma upp girðingum við hafnir á Suðurnesjum vegna alþjóðlegra siglingalaga sem tóku gildi 1. júlí. Þrjár hafnaraðstöður verða girtar af þar sem tekin eru skip í millilandasiglingum. Pétur Jóhannson, hafnarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að settar verða upp myndavélar við Njarðvíkur og Helguvíkurhöfn. Segir hann að verið sé að efla öryggi í kjölfar hryðjuverkaárása. „Ef höfnin uppfyllir ekki skilyrðin þá vilja skipafélögin ekki senda skip sín í þær hafnir,“ sagði Pétur. Breytingarnar verða mest áberandi í Keflavíkurhöfn þar sem glöggir vegfarendur geta séð stálhlið sem komið verið upp.