Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnfirðingar vilja sameinast Ferðamálasamtökum Suðurnesja
Þriðjudagur 13. október 2009 kl. 11:33

Hafnfirðingar vilja sameinast Ferðamálasamtökum Suðurnesja

Komið hefur fyrirspurn frá Hafnarfirði um hvort þeir gætu orðið hluti af starfssvæði Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna um helgina.

Fyrirspurnin kom frá ferðamálafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og hefur fulltrúinn fengið send gögn um starfsemi FSS og lög samtakanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Málið er nú hjá bæjaryfirvöldum að því mér er sagt og kannast bæjarstjóri þeirra við málið. Ef af þessu verður væru ferðaþjónustufyrirtæki í Hafnarfirði í bæklingum FSS og markaðsstofunnar og á heimasíðunni. Þeim hefur verið gerð grein fyrir því að óskað væri framlags frá bæjarsjóði í hlutfalli við framlög sveitarfélaganna á Suðurnesjum,“ sagði Kristján Pálsson, formaður FSS, á aðalfundinum um liðna helgi.