Hafnfirðingar skáka Keflvíkingum með nýju víkingaskipi
Jóhannes Viðar, eigandi og yfirvíkingur á Fjörukránni í Hafnarfirði, ætlar ekki að láta Reykjanesbæ komast upp með það að taka víkingastimpilinn af Hafnarfirði. Hann segir að Hafnarfjörður verði áfram leiðandi í málefnum víkinga og þar verði hin árlega víkingahátíð haldin áfram. Til að styðja mál sitt þá er víkingaskip á leiðinni í Hafnarfjörð frá frændum okkar í Færeyjum.„Á næstunni koma færeyskir skipasmiðir með víkingaskip frá Færeyjum, sem þeir eru að smíða fyrir mig. Hér verður það klárað og skákum við Keflvíkingum ærlega, en þeir vita ekki hvað þeir eru að fara út í með kaupunum á Íslendingi," sagði Jóhannes og bætti við að Hafnarfjörður muni halda sinni forystu sem víkingabærinn og engum verður leyft að ræna því sæmdarheiti. Jóhannes er í viðtali við systurblað Víkurfrétta í Hafnarfirði, VF. Alla fréttina má lesa á hafnfirsku útgáfu www.vf.is.
Myndin: Jóhannes á Fjörukránni. Víkingarnir eiga heima í Hafnarfirði! VF-mynd: Kristinn Benediktsson
Myndin: Jóhannes á Fjörukránni. Víkingarnir eiga heima í Hafnarfirði! VF-mynd: Kristinn Benediktsson