Hafnavegur tengdur við hringtorg á næsta ári
Hafnavegur verður tengdur inn á hringtorgið við Fitjar í Reykjanesbæ eða Kaffitár árið 2018 en fjárveiting framkvæmdanna er nú klár.
Guðbergur Reynisson sem fer fyrir hópnum „Stopp - hingað og ekki lengra“ segir að upprunalega hafi hugmyndin verið sú að Hafnavegurinn myndi tengjast stútnum á hringtorgi við Fitjar. Á skipulagi Reykjanesbæjar sé hins vegar gert ráð fyrir því að hringtorgið við Fitjar muni víkja og Hafnavegur þá tengdur við mislæg gatnamót við Kaffitár. „Fjárveitingin við að færa Hafnarveginn var samþykkt og vonandi verður verkefnið boðið út strax í byrjun 2018.“