Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnarsvæðið nötraði í sprengingu
Laugardagur 12. maí 2007 kl. 13:57

Hafnarsvæðið nötraði í sprengingu

Hafnarsvæðið í Grindavík nötraði all hressilega í gærmorgun þegar yfir 1,600 kíló af dínamíti voru sprengd í höfninni vegna framkvæmda við nýtt stálþil. Boraðar voru 64 holur neðansjávar og voru 26 kíló af dínamíti sett í hverja þeirra. Sprengingin var svo öflug að menn sem stóðu á nærliggjandi steinbryggju fundu hana hreinlega lyftast undir fótum þeirra.

Nýja stálþilið verður vestan miðgarðs, neðan við húsakynni Vísis hf.  Þrjú tilboð bárust í verkið og var ákveðið ákveðið að ganga til samninga Hagtak og Guðlaug Einarsson ehf sem sameinuðust um verkið.  Áætlað er að ljúka því í byrjun ágúst næstkomandi.


Myndaseríu af sprengingunni má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.

VF-myndir: elg



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024