Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnarstjóraskipti í Grindavík
Fimmtudagur 15. desember 2011 kl. 14:59

Hafnarstjóraskipti í Grindavík

Sverrir Vilbergsson lætur sem kunnugt er af störfum sem hafnarstjóri um næstu áramót en Sverrir er kominn á eftirlaun. Síðasti fundur hans í hafnarstjórn sem hafnarstjóri var í vikunni og þar þakkaði stjórnin honum fyrir vel unnin störf fyrir Hafnarstjórn Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Jóhann Pálsson formaður hafnarstjóarnar færði honum blóm í tilefni dagsins. Sverrir hefur stýrt fundum hafnarstjórna frá árinu 2000. Sigurður Arnar Kristmundsson tekur við sem nýr hafnarstjóri um áramót.

Sigurður er með 3. stigs skipstjórnarréttindi, löggildingu vigtarmanns og réttindi hafnsögumanns og hefur gilt skírteini hafnsögumanns fyrir Grindavíkurhöfn. Hann starfaði sem hafnsögumaður og hafnarvörður hjá Grindavíkurhöfn á árunum 1999 til 2005 og leysti þá m.a. hafnarstjóra af. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem verslunarstjóri N1 í Grindavík.

Sigurður segist fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt og krefjandi starf sem hafnarstjóri. Hann segist þekkja vel til hvað bíður hans en starfið sé spennandi og fullt af skemmtilegum áskorunum og verkefnum sem bíða.

Páll Jóhann færir Sverri blóm á síðasta hafnarstjórnarfundi Sverris. Á efri myndinni má sjá Sverri með Sigurði Arnari Kristmundssyni, verðandi hafnarstjóra.

grindavik.is