Hafnarráð undir bæjarráð Suðurnesjabæjar?
Tillaga frá Bæjarlistanum, O-lista, um að hafnarráð verði lagt niður og málefni þess færð undir bæjarráð, var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Samþykkt var samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð minnisblað um kosti og galla þess að hafnarráð verði lagt niður og málefni þess færð undir bæjarráð. Einnig verði skoðaðir kostir þess að fela hafnarráði aukin verkefni á sviði atvinnumála.