Hafnarhundar sleppa enn eina ferðina
Fimm hvolpar af Stóra-Dan kyni sluppu enn eina ferðina undir girðingu sína í Junkaragerði í Höfnum í gærkveldi. Í þetta skiptið nöguðu þeir í sundur vírgirðinguna og sluppu þannig og ráfuðu eitthvað um áður en lögreglan í Keflavík handsamaði þá og fór með þá á hundahótel milli Sangdgerðis og Garðs.Nokkuð ljóst þykir að eigandi hundanna muni þurfa að greiða háar fjársektir fyrir þá og svo gæti jafnvel farið að þeim yrði lógað.