Hafnargatan tilbúin fyrir Ljósanótt
Eins og íbúar Reykjanesbæjar hafa tekið eftir hafa framkvæmdir við endurnýjun Hafnargötunnar staðið yfir frá því í vor og hafa framkvæmdir gengið vel. Unnið var við malbikun bakvið gamla HF húsið, en þar verður hringtorg tekið í notkun. Jón Olsen framkvæmdastjóri Nesprýði sagði í samtali við Víkurfréttir að þessum fyrsta áfanga í endurnýjun Hafnargötunnar verði lokið á Ljósanótt. „Framkvæmdirnar hafa gengið vel og kaflinn frá Tjarnargötu að DUUS-húsum verður tilbúinn á Ljósanótt.“
VF-ljósmynd: Unnið við malbikun í góða veðrinu.
VF-ljósmynd: Unnið við malbikun í góða veðrinu.