Hafnargatan tekur stakkaskiptum
Hafnargatan í Keflavík er að taka miklum stakkaskiptum. Nú eru liðnir 10 dagar frá því framkvæmdir hófust við endurbyggingu götunnar milli Aðalgötu og Tjarnargötu. Götunni hefur hreinlega verið mokað í burtu og er þar nú djúpur skurður. Nú er unnið við lagnir á svæðinu en bráðlega verður nýr jarðvegur settur yfir lagnirnar og útlit götunnar mótað. Mikil breyting verður á götunni frá því sem áður var.Bílastæði og gangstéttar verða öðruvísi, auk þess sem gróðri verður komið fyrir og lýsingu breytt.
Fjölmargar verslanir og þjónustufyrirtæki eru á því svæði sem nú er í endurbyggingu og verða eigendur þeirra að treysta á að viðskiptavinir nenni að leggja bílum sínum í talsverðri fjarlægð og ganga síðan á staðinn.
Ekki höfum við upplýsingar um það hvort framkvæmdirnar hafi haft áhrif á viðskipti í fyrirtækjum á þessu svæði, því alltaf eru einhverjir sem vilja helst leggja framan við innganginn á því fyrirtæki sem sækja á þjónustu til.
Þeir sem ganga um svæðið þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að falla ofan í skurðinn þar sem gatan var áður, því verktakarnir sem vinna verkið hafa lokað svæðinu með hátti girðingu og er það til fyrirmyndar.
Myndin: Frá framkvæmdum við Hafnargötuna. VF/Hilmar Bragi
Fjölmargar verslanir og þjónustufyrirtæki eru á því svæði sem nú er í endurbyggingu og verða eigendur þeirra að treysta á að viðskiptavinir nenni að leggja bílum sínum í talsverðri fjarlægð og ganga síðan á staðinn.
Ekki höfum við upplýsingar um það hvort framkvæmdirnar hafi haft áhrif á viðskipti í fyrirtækjum á þessu svæði, því alltaf eru einhverjir sem vilja helst leggja framan við innganginn á því fyrirtæki sem sækja á þjónustu til.
Þeir sem ganga um svæðið þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að falla ofan í skurðinn þar sem gatan var áður, því verktakarnir sem vinna verkið hafa lokað svæðinu með hátti girðingu og er það til fyrirmyndar.
Myndin: Frá framkvæmdum við Hafnargötuna. VF/Hilmar Bragi