Hafnargatan opnuð fyrir umferð
Hafnargatan var opnuð með formlegum hætti síðdegis í gær á Vatnsnestorgi. Þar með lýkur viðamiklum endurbótum sem staðið hafa yfir frá árinu 2003 á þessari aðalverslunargötu Reykjanesbæjar. Starfsmenn Nesprýði hafa síðustu daga unnið hörðum höndum við að klára verkið en Hafnargatan hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan framkvæmdir við hana hófust.
Árni Sigfússon bæjarstjóri flutti ávarp og fulltrúar þeirra sex verktaka sem unnu verkið klipptu á borða.