Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnargatan opnuð á ný
Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 14:54

Hafnargatan opnuð á ný

Rúntarar og aðrir vegfarendur geta tekið gleði sína á ný því Hafnargatan hefur verið opnuð fyrir umferð á ný.

Umferð var hleypt á kaflann milli Skólavegar og 10-11 fyrr í dag, en hann hefur verið lokaður undanfarið vegna vinnu Nesprýðismanna.

Hafnargatan mun haldast opin fram yfir Verslunarmannahelgi. Þá verður ráðist í lokakaflann sem á að verða tilbúinn fyrir Ljósanótt í september.
VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024