Hafnargatan: núverandi framkvæmdum lýkur innan tveggja mánaða
Búist er við að þeim framkvæmdum sem nú standa yfir á Hafnargötunni ljúki innan tveggja mánaða og verður þá hafist handa við næsta kafla. Að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar lýkur framkvæmdum við Hafnargötuna fyrir Ljósanótt í haust og verða lokaframkvæmdir verksins við Vatnsnestorg. Viðar segir að framkvæmdirnar hafi verið vel kynntar meðal íbúa og verslunareigenda við Hafnargötuna og að flestir væru ánægðir með þær.
Þeir verktakar sem sjá um framkvæmdirnar við Hafnargötuna eru Nesprýði, Léttsteypan, Íslenskir Aðalverktakar, Keflavíkurverktakar, OSN lagnir og SEES. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 360 milljónir króna.
Myndin: Frá framkvæmdum við Hafnargötuna. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.