Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnargatan fær upplyftingu hinum megin
Mánudagur 19. júlí 2004 kl. 17:13

Hafnargatan fær upplyftingu hinum megin

Samtökin Betri Bær kynntu í dag umhverfisátak sem mun felast í því að fegra húsin við Hafnargötu, sjávarmegin að þessu sinni.

Skýtur skökku við að á meðan Hafnargatan tekur á sig sífellt fallegri blæ er ástand húsanna á bakhliðinni enn frekar ósjáleg í flestum tilfellum.

Betri Bær, í samstarfi við Hörpu Sjöfn, Reykjanesbæ og nokkur fyrirtæki í málningargeiranum, hefur nú gefið húseigendum við Hafnargötuna tækifæri til að gera bragarbót.

Allir við Hafnargötuna, sem og aðrir íbúar Reykjanesbæjar, eiga þess kost að fá málningu á góðum kjörum hjá Hörpu Sjöfn auk þess sem þar mun liggja fyrir listi yfir málarameistara sem eru þátttakendur í átakinu.

Markmiðið með þessu framtaki er að hvetja alla hlutaðeigandi til að mála allar fasteignir á Hafnargötunni, báðum megin, á næstu tveimur árum.

Myndir: 1)Húsin við Hafnargötu eru ekki eins glæsileg séð frá þessari hlið. 2) Fundarmenn hittust úti í góða veðrinu og virða fyrir sér verkefnið.

VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024