Hafnargatan á floti
Mikill vatnselgur myndaðist í dag á neðanverðri Hafnargötunni og náði vatnið upp undir sílsa á fólksbílum. Snjórinn sem féll í gær bráðnar hratt í rigningunni og eru starfsmenn bæjarins á ferðinni að moka frá niðurföllum en vatnselgur hefur myndast víða. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja hafa engin útköll verið í dag vegna vatnselgsins. Rétt er þó að minna fólk á að gæta að niðurföllum.
Heldur er farið að bæta í vind en búist er við vaxandi suðaustanátt, 20-28 metrum á sekúndu. Þessu fylgir mikil rigning og síðar él í nótt.
Mynd: Svona leit Hafnargatan út fyrr í dag en nú fyrir stundu var vinnuvél komin á svæðið til að moka frá niðurföllum. VF-mynd: elg
Heldur er farið að bæta í vind en búist er við vaxandi suðaustanátt, 20-28 metrum á sekúndu. Þessu fylgir mikil rigning og síðar él í nótt.
Mynd: Svona leit Hafnargatan út fyrr í dag en nú fyrir stundu var vinnuvél komin á svæðið til að moka frá niðurföllum. VF-mynd: elg