Hafnarfjörður í aðalhlutverki um helgina hér á vf.is
Eins og lesendur vf.is hafa tekið eftir hafa fréttir úr Hafnarfirði verið í aðalhlutverki á vef Víkurfrétta þessa helgi. Ástæðan fyrir því að hafnfirsku fréttirnar hafa verið meira áberandi er sú að Víkurfréttir tóku þátt í vörusýningunni Fólk og fyrirtæki 2003 í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar voru Víkurfréttir með sýningarbás sem var vel sóttur af gestum sýningarinnar og ekki skemmdi fyrir að næsti nágranni okkar var SÍF með allt sitt sjávarfang og meistarakokka að störfum alla helgina. Á sýningunni var útibú frá ritstjórn blaðsins í Hafnarfirði og reglulega settar inn fréttir í sýningarbásnum.Ekki höfum við tölu yfir alla þá gesti sem sóttu okkur heim á sýningunni en fundum fyrir miklum áhuga á því sem við vorum að gera og tókum við hrósi fyrir blaðið okkar í Hafnarfirði. Fyrir það þökkum við hér og nú um leið og við tilkynnum að Suðurnesja-armurinn er nú kominn á fullt að nýju, hefur endurheimt tækjabúnaðinn af sýningunni og getur skrifað allar sínar fréttir á "gömlu góðu" tölvurnar...! Þær eru reyndar ekki deginum eldri en 6 mánaða!