Mánudagur 10. júlí 2006 kl. 15:27
Hafnaði utan vegar
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni skammt austan við Ísólfsskála snemma í gærmorgun með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði stórskemmdur utan vegar. Þurfti að fjarlægja bílinn með dráttarbifreið. Ökumaðurinn slapp án meiðsla en er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.
Mynd úr safni.