Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnaði upp á hringtorgi
Laugardagur 29. september 2012 kl. 12:19

Hafnaði upp á hringtorgi

Umferðaróhapp átti sér stað við hringtorgið á gatnamótum Njarðarbrautar og Bolafótar í Njarðvík í gærkvöldi. Nánar tiltekið átti óhappið sér stað á hringtorginu en svo virðist sem ökumaður hafi ekki áttað sig á því að þarna væri hringtorg, eða hreinlega verið utan við sig.

Það hafði þær afleiðingar í för með sér að bifreiðin hafnaði upp á miðju hringtorginu. Engan sakaði en eins og sést á þessum myndum þá er undirvagn bifreiðarinnar líklega illa farinn enda hafnaði bílinn á stóru grjóti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024