Hafnaði langt utan vegar
Mildi er að ekki varð slys á fólki þegar fólksbifreið hafnaði langt utan vegar á mótum Djúpavatnsvegar og Ísólfsskálavegar, austan Grindavíkur síðdegis í gær.Kona með þrjú börn missti stjórn á bifreiðinni en það varð fólkinu til happs að bílnum hvolfdi ekki. Tilkynnt var um óhappið til lögreglunnar í Keflavík um kl. 18 í gær.