Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafna því að biðjast afsökunar á ólögmætri uppsögn
Mánudagur 21. desember 2009 kl. 14:17

Hafna því að biðjast afsökunar á ólögmætri uppsögn


Starfsmaður leikskóla í Vogum, sem fékk ólögmæta uppsögn í vor, verður ekki beðinn afsökunar af bæjaryfirvöldum. Tillögu H-listans um slíka afsökunarbeiðni var hafnað með atkvæðum meirihlutans í E-listanum á bæjarstjórnarfundi á föstudaginn.

„Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 23.nóvember sýnir að ráðamenn sveitarfélagsins hafa ekki metið málið rétt og bæjarstjóri hefur gefið leikskólastjóra rangar leiðbeiningar. Í ljósi þessara mistaka teljum við að bæjarfélagið þurfi að viðurkenna mistök sín, biðja starfsmanninn afsökunar og leita leiða til sátta,“ segir í tillögu H-listans.

Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn fjórum.



Tengd frétt:
Ólögmæt uppsögn í Vogum


--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ljósmynd/OK - Vogar.