Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hafna þremur 49 fermetra húsum við tjaldsvæðið í Vogum
Mánudagur 1. maí 2023 kl. 06:29

Hafna þremur 49 fermetra húsum við tjaldsvæðið í Vogum

Inga Rut Hlöðversdóttir hefur óskað eftir, í fyrirspurn til skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga, að byggja þrjú 49 fermetra hús á lóð tjaldsvæðisins í Vogum. Fyrir eru þrjú hús en heimild er fyrir sex húsum í skipulagi, allt að 25 fermetrar hvert. Því er um aukið byggingarmagn að ræða.

Nefndin hafnar erindinu þar sem byggingarmagn er meira en núverandi skipulag heimilar. Þá segir í endurskoðuðu aðalskipulagi að gert er ráð fyrir að tjaldsvæðið sé víkjandi í skipulagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024