Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafna svefnskálum á Ásbrú
Þriðjudagur 24. október 2017 kl. 16:00

Hafna svefnskálum á Ásbrú

Umhverfis- og skipulagsyfirvöld í Reykjanesbæ hafa hafnað umsókn um tvo 750 fermetra svefnskála sem átti að reisa á Ásbrú.
Umsögn skipulagsfulltrúa var tekin fyrir á síðasta fundi ráðsins. Þar kemur fram að Munck Íslandi ehf. sæki um reisingu tveggja 750m2 svefnskála á tveimur hæðum, sem standi tímabundið í þrjú til fimm ár við Valhallarbrautar 763-764.

Byggingareglugerð um starfsmannabúðir fjallar um slík bráðabirgðahúsnæði sem standa eiga í fjóra mánuði eða lengur. Ekki er til deiliskipulag af umræddu svæði en stefnumótun er í vinnslu og slík mannvirki falla ekki að hugmyndum um nýtingu svæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í umsögninni segir að töluverð þörf sé að leysa bráðahúsnæðisvanda vegna fjölgunar þjónustustarfa við flugvöllinn en þá væru íbúðaskálar sem þessir fordæmisgefandi.
Skipulagsfulltrúi mælir því ekki með að erindið verði samþykkt að þessu leiti. Erindinu er hafnað.