Hafna laxeldi við Mölvík
	Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur hafnað umsókn Tálkna ehf. um 26 hektara svæði við Mölvík undir 70.000 m3 af eldisrými fyrir lax.
	
	Skipulagsnefndin benti á að svæðið sé nú þegar deiliskipulagt fyrir annars konar starfsemi. Hins vegar var umsækjanda bent á svæði til umsóknar á iðnaðarsvæði I5 vestur af Grindavík.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				