Hafna-hundarnir "handteknir" í kvöld
Lögreglan í Keflavík og hundafangarar handsömuðu í kvöld fimm hunda við eyðibýlið Junkaragerði í Höfnum á Reykjanesi. Hundarnir eru af tegundinni Big Dane og hafa komist í fréttir fyrir að hafa valdið íbúum í Höfnum ótta. Lögreglan hefur nokkrum sinnum þurft að hafa afskipti af hundunum og þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir eru teknir og vistaðir á viðeigandi stað. Hundarnir veittu ekki mikla mótspyrnu við "handtöku" og létu í raun eins og þeir ættu lögreglubifreiðina. Þannig varð lögreglumaðurinn að reka þá úr bílstjórasætinu.Hundarnir halda til við Junkaragerði í Höfnum, en eigandi þeirra er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargar kvartanir hafa borist til fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar og einnig hefur fólk hringt á lögreglustöðina í Keflavík undanfarnar vikur og fólk kvartað undan lausagöngu þeirra.
Einn hundanna mun, samkvæmt lögreglunni í Keflavík, hafa bitið í úlpu barns í Höfnum nýverið. Barnið var að vonum hrætt og atvikið tilkynnt til lögreglu.
Eigandi hundanna kom á vettvang í kvöld í þann mund sem síðasti hundurinn var færður inn í lögreglubifreið. Eigandinn var ekki sáttur við að ljósmyndari Víkurfrétta og myndatökumaður Stöðvar 2 væri að mynda á staðnum og sagði þetta vera sitt einkamál. Hundarnir ættu að vera lokaðir innan girðingar en hefði greinilega skriðið undir hana á einhverjum stað.
Einn hundanna mun, samkvæmt lögreglunni í Keflavík, hafa bitið í úlpu barns í Höfnum nýverið. Barnið var að vonum hrætt og atvikið tilkynnt til lögreglu.
Eigandi hundanna kom á vettvang í kvöld í þann mund sem síðasti hundurinn var færður inn í lögreglubifreið. Eigandinn var ekki sáttur við að ljósmyndari Víkurfrétta og myndatökumaður Stöðvar 2 væri að mynda á staðnum og sagði þetta vera sitt einkamál. Hundarnir ættu að vera lokaðir innan girðingar en hefði greinilega skriðið undir hana á einhverjum stað.