Hafna-hundarnir fást afhentir gegn tryggingu og skráningu
Fimm risastórir hundar sem lögreglan í Keflavík handsamaði skammt frá Höfnum í gærkvöld eru bæði óskráðir og ótryggðir. Þeir verða aflífaðir ef eigandinn passar ekki að þeir sleppi lausir, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hundarnir sleppa. Kvartað hefur verið undan þeim enda hávaxnar skepnur af kyninu Stóri-Dan.Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að þeim verði ekki sleppt aftur að þessu sinni nema eigandinn skrái þá og tryggi og búi svo um að þeir geti ekki sloppið. Síðast þegar eigandinn fékk hundana eftir að þeir sluppu var það gegn því skilyrði að setja upp hundahelda girðingu.
Hann gerði það en hundarnir grófu sig undir girðinguna og sluppu. Þeir eru nú vistaðir í umsjá hundaeftirlitsmanns. Viku frekstur er gefinn til að ganga frá öllum málum en annars verða þeir aflífaðir, segir í frétt á Vísi.is.
Hann gerði það en hundarnir grófu sig undir girðinguna og sluppu. Þeir eru nú vistaðir í umsjá hundaeftirlitsmanns. Viku frekstur er gefinn til að ganga frá öllum málum en annars verða þeir aflífaðir, segir í frétt á Vísi.is.