Hafna hugmyndum „Hagsmunasamtaka“
„Hafnarráð Sandgerðisbæjar hafnar hugmyndum svokallaðra „Hagsmunasamtaka“ í sjávarútvegi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða“. Þetta var samþykkt og bókað á fundi hafnarráðs Sandgerðisbæjar í gær.Í greinargerð segir:
Með vísan til þess samkomulags sem svokölluð „Hagsmunasamtök“ í sjávarútvegi hafa lagt fram, telur hafnarráð Sandgerðis að slík lagabreyting muni skaða höfnina, fiskvinnslu, útgerð kvótalausra og kvótalítilla skipa. Þá telur hafnarráð brýnt að endurskoða lög um stjórn fiskveiða í heild, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Undir þetta skrifar Björn Arason hafnarstjóri fyrir hönd hafnarráðs Sandgerðisbæjar.
Með vísan til þess samkomulags sem svokölluð „Hagsmunasamtök“ í sjávarútvegi hafa lagt fram, telur hafnarráð Sandgerðis að slík lagabreyting muni skaða höfnina, fiskvinnslu, útgerð kvótalausra og kvótalítilla skipa. Þá telur hafnarráð brýnt að endurskoða lög um stjórn fiskveiða í heild, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Undir þetta skrifar Björn Arason hafnarstjóri fyrir hönd hafnarráðs Sandgerðisbæjar.