Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hafna heimgreiðslum til foreldra
Fimmtudagur 15. febrúar 2018 kl. 11:03

Hafna heimgreiðslum til foreldra

Bæjarráð Grindavíkur hafnar heimgreiðslum til foreldra en mun taka þetta inn í heildarumræðu um dagvistunarmál. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur frá 13. febrúar sl. Erfitt hefur reynst að fá pláss hjá dagmömmum í Grindavík undanfarin ár og eru foreldrar uggandi yfir stöðunni þar sem að þeir geta ekki farið og sinnt vinnu eftir að fæðingarorlofi lýkur og er annað foreldrið jafnvel tekjulaust í allt að  tólf mánuði.

Húsnæðisskortur fyrir dagvistun hefur verið vandamál í bæjarfélaginu en vinna í leit að húsnæði er að fara í gang og mun fást niðurstaða í það á næstu mánuðum. Dagmömmur eru í húsnæði tjaldstæðis Grindavíkur fram á vor, en það er til bráðabigða.
„Ljóst er að vandi vegna skorts á dagforeldrum er ekki eingöngu vandi sveitarfélaga heldur þarf ríkið að koma þar að málum, t.d. með því að lengja fæðingarorlof.“, segir í fundargerðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024