Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Hafna grófri vinnslu á jarðvegsúrgangi
Þriðjudagur 6. janúar 2015 kl. 09:35

Hafna grófri vinnslu á jarðvegsúrgangi

– á jarðvegstippnum ofan Byggðavegar í Sandgerði

Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur ekki rétt að samningur við Steintak ehf. um rekstur á jarðvegstippnum ofan Byggðavegar verði staðfestur. Rökin fyrir því eru af tvennum toga.

Annars vegar telur bæjarráð hættu á að starfsemin myndi valda íbúum í nærliggjandi hverfi ónæði vegna hávaða, umferðar þungavinnutækja og rykmengunar.

Hins vegar fellur starfsemin sem þar færi fram ekki vel að verkefninu Yndisgróður sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samvinnu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Bæjarráð Sandgerðis segir að með þessi sé ekki að leggja til að jarðvegstippurinn ofan Byggðavegar verði lagður af heldur er því hafnað að þar fari fram gróf vinnsla á jarðvegsúrgangi.

Bæjarstjórn Sandgerðis mun afgreiða málið endanlega í dag.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25