Hafna gjaldtöku en vilja klára tvöföldun brautarinnar
Píratar á Suðurnesjum og Píratar í Hafnarfirði skora á stjórnvöld að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og stórauka viðhald brautarinnar til að tryggja öryggi tugþúsunda skattgreiðanda og ferðamanna sem aka þarna daglega.
Á sama tíma höfnum við gjaldtöku og tollahliðum á Reykjanesbraut, sem er tvísköttun sem skerðir áunnin borgararéttindi og sjálfsákvörðunarrétt íbúa. Ríkinu ber skylda til að finna varanlega fjármögnunarleið sem tryggir fé til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar og tryggja árlegt viðhald. Þarna er um líf og dauða að tefla, við teljum að ekki megi tefja þetta verk lengur.