Hafna geymslu í gámaeiningum á lóð Hljómahallar
Hljómahöll fær ekki að setja upp geymslur í gámaeiningum á lóð Hljómahallar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað erindi Hljómahallar og segir að leysa þurfi geymslumál á annan máta.
Í umsókn Hljómahallar segir að fyrirhugað er að setja geymsluhúsnæði á lóð Hljómahallarinnar við Hjallaveg 2. Um er að ræða 118 m2 gámaeiningu frá Terra. Hámarksmænishæð hússins verður 3 metrar.
Athugasemdir bárust í grenndarkynningu sem nú er lokið. Tekið er undir andmæli íbúa, segir í afgreiðslu ráðsins sem, eins og áður segir, hafnaði erindi Hljómahallar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				