Hafna byggingarleyfi fyrir seiðahúsi að Stað
Samherji hefur sótt um byggingarleyfi fyrir seiðahúsi við Laxeldisstöðina Stað, vestan Grindavíkur. Byggingin er staðsteypt með yleiningar á þaki, rúmir 2.700 fermetrar. Umsækjandi tekur fram í umsókn sinni að umsóknin er ekki í samræmi við skipulag, þ.e. u.þ.b. 250 m2 af byggingunni fara út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur hafnað umsókninni en áformin eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið, segir í gögnum frá fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd beinir því jafnframt til umsækjanda að senda inn tillögu að breyttu deiliskipulagi til nefndarinnar.