Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafist verður handa við Suðurnesjalínu 2
Miðvikudagur 8. júlí 2015 kl. 15:42

Hafist verður handa við Suðurnesjalínu 2

Samningar hafa náðst á milli Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar.

Samningar hafa náðst milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets sem þýða að hægt verður að hefjast handa við Suðurnesjalínu 2. Viðskiptablaðið greinir frá. 

Í umfjölluninni segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar að bærinn hyggist gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets svo hægt sé að hefjast handa við Suðurnesjalínu 2 og það verði gert í kjölfar undirritunar á samkomulagi á morgun á milli Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar um raflínur sem liggja nálægt byggð við Vellina og í spennustöð í Hamranesi. Þá muni raflínur úr Suðurnesjalínu 1 vera færðar úr spennuvirkinu yfir í álver Rio Tinto, auk þess sem Landsnet ráðist í aðgerðir til að draga úr hljóðmengun úr spennustöðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um málið hér