Hafist verði strax handa við að byggja nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ
Á aðalfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum var samþykkt ályktun þar sem hvatt er til að hafist verði strax handa við að byggja nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ fyrir aldraða.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Selinu laugardaginn17. apríl. Um hundrað manns sóttu fundinn og voru sérstakir gestir fundarins Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Sigríður kynnti stefnumótun til framtíðar í heilbrigðisþjónustu fyrir eldri borgara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Böðvar sýndi myndir af fyrirhuguðu þjónustusvæði fyrir aldraða í Reykjanesbæ.
Á fundinum var samþykkt ályktun um málefni D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja:
„Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á þjónustuhlutverki svokallaðrar D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem upphaflega var byggð og ætluð sem hjúkrunardeild fyrir sjúka aldraða Suðurnesjabúa.
Að hafist verði handa nú þegar að byggja nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ til að mæta þörf þeirra mörgu einstaklinga sem ekki geta lengur búið í eigin húsnæði,“ segir í ályktuninni.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Selinu laugardaginn17. apríl. Um hundrað manns sóttu fundinn og voru sérstakir gestir fundarins Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Sigríður kynnti stefnumótun til framtíðar í heilbrigðisþjónustu fyrir eldri borgara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Böðvar sýndi myndir af fyrirhuguðu þjónustusvæði fyrir aldraða í Reykjanesbæ.
Á fundinum var samþykkt ályktun um málefni D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja:
„Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á þjónustuhlutverki svokallaðrar D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem upphaflega var byggð og ætluð sem hjúkrunardeild fyrir sjúka aldraða Suðurnesjabúa.
Að hafist verði handa nú þegar að byggja nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ til að mæta þörf þeirra mörgu einstaklinga sem ekki geta lengur búið í eigin húsnæði,“ segir í ályktuninni.