Hafist verði handa við byggingu leikskóla í Hlíðahverfi
Fræðsluráð Reykjanesbæjar tekur undir mikilvægi þess að hafist verði handa við að byggja nýjan leikskóla í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ sem fyrst samhliða áframhaldandi uppbyggingu leikskólaeiningar við Stapaskóla.
Í ljósi spár um fjölgun einstaklinga á leikskólaaldri óskar ráðið eftir því að fræðsluskrifstofa vinni að heildstæðri áætlun um uppbyggingu leikskóla í Reykjanesbæ svo hægt sé að mæta þeim kröfum að börn allt að tólf mánaða verði tekin inn í leikskóla í Reykjanesbæ.