Hafdís ráðin sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs í Suðurnesjabæ
Nýlega var gengið frá ráðningu á sviðsstjóra mennta-og tómstundasviðs Suðurnesjabæjar. Um er að ræða nýja stöðu í kjölfar skipulagsbreytinga á fjölskyldusviði, sem felur í sér að fjölskyldusviði er skipt upp í tvö svið, mennta-og tómstundasviði annars vegar og velferðarsvið hins vegar.
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir nýráðin sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs undirritaði á dögunum ráðningarsamning með Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra, ásamt því að hún hitti helsta væntanlegt samstarfsfólk.
Hafdís mun hefja störf formlega 1. apríl nk. að því segir á vef Suðurnesjabæjar.