Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafborg í hafnauð: Þakka fyrir að hafa ekki verið kominn í innsiglinguna
Mánudagur 9. apríl 2007 kl. 22:05

Hafborg í hafnauð: Þakka fyrir að hafa ekki verið kominn í innsiglinguna

Hafborg KE-12, sem varð vélarvana utan við Sandgerðishöfn undir kvöld kom til hafnar í Sandgerði á níunda tímanum en björgunarskip og bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg dróu bátinn til hafnar.

Skipstjórinn á Hafborgu kallaði á aðstoð um klukkan 18 og óskaði eftir aðstoð til að koma bátnum í land en hann var þá vélarvana rétt fyrir utan Sandgerði. Varðstjórar í vaktstöð siglinga kölluðu þegar út björgunarsveitina í Sandgerði og létu nærstadda báta vita. Auk þess var varðskip Landhelgisgæslunnar, sem statt var í grenndinni, látið vita. Vindur stóð á land þannig að þörf var á skjótri aðstoð.

Tveir bátar sem voru í grennd sigldu þegar í átt til Hafborgar og björgunarskipið Vörður í Sandgerði var sent til hjálpar. Skömmu síðar, eða um kl. 18:30, kom báturinn Maggi Jóns og einnig báturinn Jóhanna að Hafborgu og tók Maggi Jóns Hafborgu í tog. Þegar björgunarskipið Vörður kom að bátunum tók hann við Hafborgu og kom með hana til hafnar í Sandgerði kl. 20:10.

Hákon Matthíasson, skipsstjóri á Hafborgu KE segir í viðtali við Víkurfrétti í vefsjónvarpi vf.is að hann þakki fyrir að hafa ekki verið kominn í innsiglinguna, því þá hefði farið verr. Viðtalið má nálgast með því að smella hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024