Hafa náð tökum á eldinum
Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum í fiskimjölsverksmiðjunni í Grindavík. Um þrír tugir slökkviliðsmanna hafa barist við gífurlegan eld frá því um miðjan dag í dag. Sautján slökkviliðsmenn úr Grindavík, um tugur slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Suðurnesja og fimm menn frá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar hafa unnið að slökkvistörfum.
Gísli Viðar Harðarson fer fyrir mannskapnum frá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að búið sé að ná tökum á eldinum og nú sé að hefjast það sem slökkviliðmenn kalla handavinnu við að slökkva í glæðum í lokuðum rýmum. Unnið verði við það fram á kvöldið og nóttina.
Mikill tækjabúnaður var sendur í útkallið í fiskimjölsverksmiðjuna. Stiga- og dælubíll er frá Keflavíkurflugvelli, körfubíll og dælubíll úr Reykjanesbæ, auk loftbanka, til að fylla á reykköfunartæki. Þá er slökkvilið Grindavíkur með allan sinn búnað á staðnum.
Ljósmyndir: Þorsteinn G. Kristjánsson.
Gísli Viðar Harðarson fer fyrir mannskapnum frá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að búið sé að ná tökum á eldinum og nú sé að hefjast það sem slökkviliðmenn kalla handavinnu við að slökkva í glæðum í lokuðum rýmum. Unnið verði við það fram á kvöldið og nóttina.
Mikill tækjabúnaður var sendur í útkallið í fiskimjölsverksmiðjuna. Stiga- og dælubíll er frá Keflavíkurflugvelli, körfubíll og dælubíll úr Reykjanesbæ, auk loftbanka, til að fylla á reykköfunartæki. Þá er slökkvilið Grindavíkur með allan sinn búnað á staðnum.
Ljósmyndir: Þorsteinn G. Kristjánsson.