Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa markað sér stefnu til næstu ára
Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Fimmtudagur 17. október 2013 kl. 03:09

Hafa markað sér stefnu til næstu ára

Stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness (FSR) hefur unnið að stefnumótun fyrir samtökin undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar ritara stjórnar. Frá þessu er greint á vef samtakanna.

Haldnir voru fimm stefnumótunarfundir í stjórninni sem verkefnisstjóri Markaðasstofu Reykjaness sat einnig. Stefnumótunin var kynnt á aðalfundi samtakanna 15. okt. 2013 og fékk góðar viðtökur. Stefnunmótunin er lifandi plagg og mun stjórnin vinna eftir henni næstu árin.

Stjórnin setti sér gildi, hlutverk og framtíðarsýn ásamt sóknaráætlun.

Gildi:  Samvinna – Fagmennska – Framsækni – Jákvæðni
Hlutverk:  Við erum grasrót ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. Hlutverk okkar er að efla innviði, samvinnu og fagmennsku, veita ráðgjöf og standa vörð um hagsmuni ferðaþjónustunnar á Reykjanesi.
Framtíðarsýn:  Við erum leiðandi og sterkt afl í ferðamálum og höfum gert Reykjanesið að áfangastað í fremstu röð.

Helstu niðurstöður stefnumótunarinnar:

Gildi, hlutverk og framtíðarsýn FSR endurspegla í raun helstu niðurstöður þessar greiningavinnu. Samvinna ferðaþjónustuaðila á svæðinu og ekki síst samstarf innan ferðaþjónustugeirans og jafnframt við sveitarfélögin og athafnalífið eru forsenda þess að ferðaþjónusta vaxi og dafni í framtíðinni. Leiðarljós slíks samstarfs þarf að byggja á framsækni þar sem fagmennska er í hávegum höfð og ferðaþjónustuaðilar séu jákvæðir í samskiptum sín á milli og við aðra hagsmunaaðila.

Eftir breytingar á skipulagi ferðaþjónustunnar á Reykjanesi að undanförnu er ljóst að FSR eru fyrst og fremst grasrótarsamtök sem þurfa að efla innviði ferðaþjónustunnar og þar með fagmennskuna. Ferðaþjónustuaðilar hafa mikilla hagsmuna að gæta og það eykur samtakamátt okkar að vinna sem ein heild að sameiginlegum hagsmunum og hvetur okkur til góðra verka. Þannig verðum við hreyfiafl góðra verka og stuðlum að því að gera Reykjanesið að áfangastað í fremstu röð í framtíðinni.

Fyrir stjórninni liggur svo sóknaráætlun, sem er nokkurs konar verkefnalisti næstu missera. Mikilvægt er fyrir FSR að vera sýnilegra en áður. Samtökin eru ekki með starfsmann sem gerir slíkt erfiðara um vik en stjórn FSR er öll af vilja gerð að leggja sitt af mörkum til þess að keyra verkefni í gang til þess að stuðla að uppbyggingu og fagmennsku ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. Eitt fyrsta verkefnið er að setja á stofn heimasíðu til þess að taka saman á einn stað það helsta sem um er að vera í FSR og hefur það nú þegar verið gert.

Í lokin var svo gerð grein fyrir sóknaráætlun sem miðar að því að varða leiðina að framtíðarsýn FSR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024