Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa efasemdir um sjálfbærni jarðhitanýtingar á Reykjanesi
Föstudagur 28. ágúst 2009 kl. 08:33

Hafa efasemdir um sjálfbærni jarðhitanýtingar á Reykjanesi


Orkustofnun og Umhverfisstofnun ber saman um að mikil óvissa ríki um sjálfbærni jarðhitageymisins á Reykjanesi. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að reynsla verði fengin af virkjun svæðisins áður en ákvörðun verði tekin um stækkun Reykjanesvirkjunnar.
Umhveffissstofnun telur ekki nægileg gögn vera til staðar til þess að styðja þær væntingar HS Orku að borholur, sem ná til 2,5 km2 vinnslusvæðis, geti til lengdar staðið undir þeirri 200 MW jarðvarmavirkjun sem fyrirhuguð er.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar. Í umsögn Orkustofnunar segir að veruleg þrýsingslækkun innan vinnslusvæðisins hvetji til varúðar. Ekki hafi dregið úr henni á síðasta ári.
Orkustofnun segir almenna þrýstingslækkun í geyminum og langvarandi suða í vatnsæðum geta leitt til gufuþurrðar og þverrandi afkasta í borholum og takmarkað það afl sem geymirinn geti gefið. Engin reynsla sé heldur komin á áhrif niðurdælingar í kerfið.

Þá segir ennfremur í umsögninni að aukin þurrgufa í efri hluta geymisins bjóði heim hættu á gufusprengingum ef gufan finni sér leið gegnum kápu geymisins til yfirborðs. Á sama hátt sé hætta á rekstrartruflunum ef kaldari jarðsjór finnur leiðir gegnum kápuna inn í jarðhitageyminn þar sem undirþrýstingur nemi 800 m vatnshæð. Sérstök hætta sé á þessu á Reykjanesi þar sem vitað er að Valbjargargjá sé virk jarðskjálftasprunga og hreyfðist a.m.k. fjórum sinnum í skjálftum á síðustu öld.

Í svörum HS Orku segir m.a. að dregið hafi úr hraða þrýstinglækkunar. Með vinnslu úr gufuholum sé dregið úr magni gufu sem geti tapast til grynnri jarðlaga og þar með sé dregið úr hættu á gufusprengingum.

„Vinnsla úr jarðhitakerfi er nær ávallt ágeng í byrjun. Hvort og hvenær viðbrögð jarðhitakerfisins ná jafnvægi fer eftir eiginleikum kerfisins og vinnslustýringunni. Fyrir Svartsengi náðist jafnvægi í jarðhitakerfinu eftir nær 25 ára vinnslu. Fyrir Reykjanes er vinnslan enn í ágengum fasa og mælingar sýna að það dregur úr hraða þrýstingslækkunar í líkingu við niðurstöður reiknilíkans af kerfinu. Jarðhitakerfið stefnir því að jafnvægi, en miðað við niðurstöður líkansins getur ágengi fasinn varað í um 8 á,.“ segir í svörum HS Orku.
----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Reykjanesvirkjun.