Hafa dælt 45 tonnum af olíu úr flaki Wilson Muuga
Nú undir kvöld var búið að dæla um 45 tonnum af olíu úr flaki flutningaskipsins Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru. Gert er ráð fyrir því á strandstað að olíu verði dælt í alla nótt. Gangi áætlanir eftir verður verkinu lokið síðdegis á morgun.
Víkurfréttir voru á vettvangi strandsins í dag og tóku þá tali Davíð Egilsson, forstjóra Umhverfisstofnunar og Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, sem var að kynna sér aðstæður ásamt fylgdarliði frá umhverfisráðuneytinu.
Viðtölin við þau og myndir frá strandstað er að finna í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á forsíðu vf.is
Mynd: Frá dælingu í Hvalsnesfjöru í dag.
Víkurfréttir voru á vettvangi strandsins í dag og tóku þá tali Davíð Egilsson, forstjóra Umhverfisstofnunar og Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, sem var að kynna sér aðstæður ásamt fylgdarliði frá umhverfisráðuneytinu.
Viðtölin við þau og myndir frá strandstað er að finna í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á forsíðu vf.is
Mynd: Frá dælingu í Hvalsnesfjöru í dag.