Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa ber í huga við akstur utanvega
Föstudagur 3. ágúst 2012 kl. 08:29

Hafa ber í huga við akstur utanvega

Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum landsins í sumar og framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins. Af því tilfefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg minna á nokkur grundvallaratriði sem hafa þarf í huga. Ef ferðast er utan þéttbýlla svæða skal alltaf skilja eftir ferðaáætlun t.d. á Safetravel.is eða láta ættingja vita af ferðaplani sínu. Áður en lagt er af stað inn á hálendið skal kanna aðstæður á svæðinu t.d. á þeim ám sem aka þarf yfir.

Töluvert hefur verið um óhöpp á malarvegum og skal alltaf gæta að aksturshrað hvort sem menn eru á hálendi eða láglendi. Finna má góð og holl ráð um ferðamennsku á vefsíðunni www.safetravel.is.  Að síðustu skal minna á að akstur á tjaldsvæðum þarf að vera með mikilli gát, þar eru börn að leik og því miður hafa orðið banaslys við þær aðstæður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024