Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa áhyggjur af umferðaröryggi í Hlíðarhverfi
Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ. Uppbygging næsta áfanga hverfisins er að hefjast en það er að mestu leyti vestan við núverandi hverfi. VF-mynd: Hilmar Bragi.
Miðvikudagur 27. janúar 2021 kl. 15:30

Hafa áhyggjur af umferðaröryggi í Hlíðarhverfi

Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ og miklu magni af bílaumferð sem er verið að bæta á Skólaveginn milli Hlíðarhverfa, segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá 15. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarhverfis.

„Í athugasemd frá Skipulagsstofnun virðast ekki vera neinar athugasemdir er snúa að umferðaröryggi, því miklu magni af bílaumferð sem er verið að bæta við í hverfið. Í Hlíðarhverfi eru að byggjast upp um 700–800 íbúðir með tilheyrandi bílaumferð, auk umferðar á leið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Holtaskóla. Sex deilda leikskóli mun einnig rísa í hverfinu og er það þá þriðji skólinn í sama hverfi. Eitt það fyrsta sem skoðað er við skipulagsvinnu kringum svona viðkvæmt íbúðarsvæði er að huga að umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi íbúa hverfisins og hafa það ávallt í forgangi til að tryggja umferðaröryggi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi í hverfinu og miklu magni af bílaumferð sem er verið að bæta á Skólaveginn milli Hlíðarhverfa,“ segir í bókuninni sem Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Guðmundsson og Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki, rita undir.