Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa áhyggjur af tanki sem sökk á gjöfulum fiskimiðum
Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 09:54

Hafa áhyggjur af tanki sem sökk á gjöfulum fiskimiðum

Skipstjórnarmenn í Grindavík hafa áhyggjur af stórum tanki sem sökk á gjöfulum fiskimiðum skammt frá Grindavík á dögunum.

Dráttarbátur sótti tankinn til Grindavíkur fyrir um 10 dögum síðan en tankinn átti að draga frá Grindavík og til Helguvíkur. Þegar dráttarbáturinn var kominn um þrjár sjómílur frá innsiglingunni í Grindavík rifnaði hins vegar út úr tankinum og hann sökk.

Um er að ræða tank sem er 6 metra hár og 9 metra breiður. Skipstjórnarmaður frá Grindavík sagði tankinn hafa sokkið á gjöfulum fiskimiðum þar sem dragnótabátar hafa meðal annars verið í góðri ýsu- og sólkolaveiði.

Skipstjórnarmaðurinn sagði í samtali við Víkurfréttir að þær opinberu stofnanir sem hann hafi rætt við um málið hafi ekki fengið upplýsingar um slysið.

Loftmynd/Þorsteinn Gunnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024