Hafa áhyggjur af lögbrotum í tóbakssölu
– Yfir fjórðungur sölustaða fer ekki að lögum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir áhyggjum sínum yfir niðurstöðum tóbakskönnunar Samsuð 2014 og skorar á verslanir að fylgja lögum um sölu tóbaks betur eftir, enda lögbrot að selja börnum undir 18 ára aldri tóbak.
Könnun á því hvort sölustaðir á Suðurnesjum færu að lögum um sölu á tóbaki til ungmenna var framkvæmd föstudaginn 19. september. Könnunin var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, (SamSuð) og fór fram í öllum sveitarfélögunum á svæðinu.
Sjö af þeim tuttugu og fimm sölustöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 72% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri.
Sjá nánar hér.