Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa áhyggjur af brottfalli kennara
Laugardagur 16. febrúar 2008 kl. 11:36

Hafa áhyggjur af brottfalli kennara

Foreldrar í Vogum hafa áhyggjur af miklu brottfalli kennara við Stóru-Vogaskóla í haust og hafa ritað bæjaryfirvöldum bréf þess efnis sem kom til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Minnihluti H-lista lagði fram bókun á fundinum þar sem tekið er undir bréfið og spurt hvort meirihluti E-listans hafi áhyggjur af því ástandi sem skapast hafi við grunnskólann, m.a. hafi verið hætt við tvö þróunarverkefni sem þar voru í gangi.

Þá er lagt til í bókuninni að starfsmönnum grunn- og leiksskóla verði greitt álag vegna manneklu, samsvarandi því sem greitt hafi verið í Kópavogi og Garðabæ.
Breytingartillaga var lögð fram af meirihlutanum þar sem lagt er til að ofangreind tillaga verði tekin til umfjöllunar í tengslum við vinnu í stýrihóp sem ætlað er að fjalla um starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Breytingartillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans, minnihlutinn sat hjá.

Fram kom í máli fulltúra meirihlutans að erfiðleikar við að manna kennarastöður væri ekkert einsdæmi í Stóru- Vogaskóla. Þessir erfiðleikar væru til staðar í öllum sveitarfélögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024