Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa áhyggjur af áhrifum útblásturs frá Thorsil á aðflug
Mynd af mögulegu útliti kísilverksmiðju Thorsil, úr matsskýrslu Mannvits.
Fimmtudagur 2. febrúar 2017 kl. 14:27

Hafa áhyggjur af áhrifum útblásturs frá Thorsil á aðflug

- Samgöngustofa sendi Umhverfisstofnun athugasemd

Samgöngustofa sendi athugasemd til Umhverfisstofnunar vegna mögulegra áhrifa útblásturs frá verksmiðju Thorsil á aðflug flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Veiting á starfsleyfi til verksmiðjunnar er nú til afgreiðslu á Umhverfisstofnun og rann frestur til að skila inn athugasemdum út þann 9. janúar síðastliðinn. Áætlað er að kísilverksmiðja Thorsil rísi í Helguvík á næstu misserum.

Athugasemd Samgöngustofu snýr að notkun neyðarskorsteina sem notaðir eru án mengunarvarna. Við þær aðstæður komist agnir út sem ekki eru ósvipaðar ösku og geti haft áhrif á hreyfla flugvéla, segir í athugasemd Samgöngustofu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024