Hættustig Almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgoss sem er hafið við Litla-Hrút
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, hefur virkjað hættustig Almannavarna vegna gossins sem hafið við litla Hrút.
Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum. Það er mikilvægt að halda svæðinu öruggu. Vísindamenn eru að störfum að meta stöðuna.
Á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands segir að eldgosið sé að koma upp í lítilli dæld rétt norður af Litla-Hrút og rýkur úr því til norðvestur. Talið er að sprungan sé um 200 metra löng og má sjá kvikustróka stíga þar upp úr.